þriðjudagur, janúar 31, 2006

Søssi segir

Danirnir eru dálítið meðvitaðir um alla brjálæðingana í Miðausturlöndum sem vilja drepa þá og háværar raddir um að biðjast afsökunar á áberandi máta. Senda einhvern ráðherrann í almannatengslaleiðangur. Félagi minn fékk meðal annars sms í gær þar sem var skorað á hann að senda tölvupóst á Jyllandsposten og segja þeim að skammast sín, annars væri hann rasisti. Ritstjórar Jyllandsposten nb. þegar búnir að biðjast afsökunar.

En eins og oft áður endurspegla háværu raddirnar bara ekkert hinn þögla meirihluta, 77% dönsku þjóðarinnar telja ekki að forsætisráðherrann eigi að biðjast afsökunar. Sumir sem voru á þeirri skoðun að það ætti að biðjast afsökunar skiptu henni snögglega út þegar menn byrjuðu að brenna eftirlíkingar af Dannebrog þarna niðurfrá. Eftir það kemur afsökunarbeiðni bara ekkert til greina og hver sá stjórnmálamaður sem framkvæmir slík svik fer beint í skammarkrókinn.

Helstu afleiðingarnar af þessu öllu saman er að Arla hefur neyðst til að loka smjörverksmiðju.

P.s.
Það var í september 2005 sem Jyllands-Posten birti 12 myndir af Múhameð spámanni. Í Janúar 2006 er ofstækismönnum múhameðstrúarmanna loksins að takast að æsa menn upp út af þessu.

föstudagur, janúar 27, 2006



Ég er í geðshræringu

Þetta er satt. Þessi dagur byrjaði eins og hver annar afbragðsgóður dagur en núna er hann kominn út yfir allt og ég er svo hamingjusamur. Eina lýsingarorðið sem nær yfir svona blindandi hamingju er "brjóst!". Ég hrópa af húsþökunum: Guð íklæðist rauðu á ný, brjóst, brjóst, brjóst, brjóst, brjóst, brjóst, vííííííí brjóst, brjóst.
Søssi þorir ekki ad trúa þessu

Guð íklæðist rauðu á ný. Ef þetta er satt er ég kátur, núna er ég jafn spenntur og þegar ég var lítill ad bíða eftir jólunum. Það getur ekki verið..., en hvað ef það er satt? Með Guð í liðinu geta allir draumar ræst. Ó þið ljúfu örlög, vííí!

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Søssi segir

Tad var svolítid eins og ad vera aftur kominn í leikskóla í morgun. Tvær bekkjasystur mínar komu med krakka. Ønnur á fárra mánada krumpada stelpu og nú veit ég hverjar af bekkjarsystrunum eru komnar med fidring. Feikilega athyglisvert ad fylgjast med teim.
Hin á fimm ára hressan peyja og hann kunnum vid strákarnir betur ad meta : ) Hápunktur dagsins var einmitt tegar hann skoradi á mig í fótboltaspilakassanum á barnum og baudst auk tess til ad blæda. Skemmtanagildid var allnokkurt.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Søssi segir

Nú er ég hamingjusamur, alveg hoppandi skríkjandi kátur.

Var ad fá út úr prófi í lyd, tekst og hybride formater og haldidi ad ég hafi ekki bara stadist med 6. Feikifínt í ljósi tess ad ég áttadi mig aldrei almennilega á hvad mannandskotinn var ad tala um.


Í ødru lagi sá ég í gær huggulega ljóshærda konu um trítugt. Hún var í trøngum hvítum gallabuxum og ljósljós brúnum jakka med jafnljósum feldi ásaumudum tar sem tví vard vidkomid. Fyrir vikid líktist hún einna helst labbandi ljósu alskeggi.

Í tridja lagi eru hassreykjandi tónlistamennirnir víst ad flytja út úr kjallaranum. Ástædan sem teir gáfu upp var ad tad var svo trúgandi ad búa til tónlist med brjáladan íslending í raudkøflóttum badslopp øskrandi og bankandi á hurdina. Teim tykir ég ekki henta í nokkud tad verkefni sem felur í sér samningavidrædur af minni hálfu.

Lífid er gott

p.s.
Til hamingju med nýja árid frændi og takk fyrir tad gamla, bid ennfremur ad heilsa. Èg ákvad ad skoda nýja árid adeins ádur en ég færi ad kommenta á tad.