Margt hefur gerst síðan síðustu línur smullu út á öldur ljósvakans frá mér. Ég hef hins vegar ekki mjög gott minni og hverf því aftur til föstudagsins.
RISK: Spil sem verður ekki spilað án endurbættra reglna. Ef það má ekki gera heiðursmannasamkomulög má alveg eins bara koma með fótbolta og henda á kallana á borðinu, "last man standing wins"! Sama gildir ef ekki eru settar takmarkanir á fjölda kalla á hverju landssvæði... þið skiljið þetta þegar þið verðið eldri.
Firsta "útilega" sumarsins: Fór fram í stofunni minn aðfaranótt laugardags. Þar sem híbýli mín eru ekki hótel og takmarkað framboð á svefnstæðum var ákveðið (þar sem ekki er hægt að fara fram á að tveir karlmenn deili rúmi) að búa til nýtt svefnherbergi. Við sóttum tjaldið út í bíl og slógum upp búðum fyrir Sössa í stofunni. "Afbragð" segir Sössinn.
Liverpool: Vann á laugardaginn erkifautana í Utd. Ekkert meira um það að segja.
Sverð: Timeline, er mynd sem sýnd er í kvikmyndahúsum um þessar mundir. Hún hefur mikið magn af sverðum og því skylduáhorf af minni hálfu. Því miður voru ekki margir sem kunnu að nota sverð í myndinni og gef ég henni því ekki háa einkunn, hún fellur samt ekki... slefar svona frá þessu.
Golf: Basically allur sunnudagurinn, frábær dagur!
Spik: Er orðinn feitari en ég hef nokkurntíman verið áður á ævinni (kemst þó enn vel í gegnum venjulegar dyr), kona sem er til í að stunda kvöldæfingar óskast sem aðstoðarmaður við að koma mér í betra form. Áhugasamar geta svarað í "commenta" kerfið.
Að lokum:
Einræðisflokkur Íslands kunngjörir: Væntanleg er í gagnið heimasíða flokksins og eru allar hugmyndir um efni á síðuna vel þegnar, hvað er það sem fylgismenn flokksins vilja hafa á síðunni... fylgist með.