mánudagur, apríl 26, 2004

Hananú!

Margt hefur gerst síðan síðustu línur smullu út á öldur ljósvakans frá mér. Ég hef hins vegar ekki mjög gott minni og hverf því aftur til föstudagsins.

RISK: Spil sem verður ekki spilað án endurbættra reglna. Ef það má ekki gera heiðursmannasamkomulög má alveg eins bara koma með fótbolta og henda á kallana á borðinu, "last man standing wins"! Sama gildir ef ekki eru settar takmarkanir á fjölda kalla á hverju landssvæði... þið skiljið þetta þegar þið verðið eldri.

Firsta "útilega" sumarsins: Fór fram í stofunni minn aðfaranótt laugardags. Þar sem híbýli mín eru ekki hótel og takmarkað framboð á svefnstæðum var ákveðið (þar sem ekki er hægt að fara fram á að tveir karlmenn deili rúmi) að búa til nýtt svefnherbergi. Við sóttum tjaldið út í bíl og slógum upp búðum fyrir Sössa í stofunni. "Afbragð" segir Sössinn.

Liverpool: Vann á laugardaginn erkifautana í Utd. Ekkert meira um það að segja.

Sverð: Timeline, er mynd sem sýnd er í kvikmyndahúsum um þessar mundir. Hún hefur mikið magn af sverðum og því skylduáhorf af minni hálfu. Því miður voru ekki margir sem kunnu að nota sverð í myndinni og gef ég henni því ekki háa einkunn, hún fellur samt ekki... slefar svona frá þessu.

Golf: Basically allur sunnudagurinn, frábær dagur!

Spik: Er orðinn feitari en ég hef nokkurntíman verið áður á ævinni (kemst þó enn vel í gegnum venjulegar dyr), kona sem er til í að stunda kvöldæfingar óskast sem aðstoðarmaður við að koma mér í betra form. Áhugasamar geta svarað í "commenta" kerfið.

Að lokum:

Einræðisflokkur Íslands kunngjörir: Væntanleg er í gagnið heimasíða flokksins og eru allar hugmyndir um efni á síðuna vel þegnar, hvað er það sem fylgismenn flokksins vilja hafa á síðunni... fylgist með.

laugardagur, apríl 24, 2004

Sössi segir allt fínt

Undanfarið hefur mig vantað hann Halla minn til að drekka með og fyrir vikið var ég hættur að vera þunnur. Nú hef ég hinsvegar heimt hann úr þeirri helvísku yfirvinnu sem á hann var lögð og árangurinn stendur ekki á sér. Þynnkan er jafn undursamlega slæm og áðum. Haraldi sé lof.
Það var nefnilega drykkja í gær og spilað Risk og kannski hrópaði ég eitthvað miður fallegt, en ég sópaði ekki borðinu á gólfið þó menn væru að svindla á mér. Pakkið neyddist nefnilega til að svindla til að halda aftur af mér því teningarnir beinlínis elskuðu mig í gær. Þegar ég fór svo í Gúrku með Benna og Halla reyndust spilin jafn auðsveip.
Undir lokin vorum við nefnileg bara þrír eftir og helv. Benni náði að festa sér sófann þannig að ég tjaldaði bara í stofunni (þá meina ég tjaldaði).

Hvað leikinn í dag varðar er það ljóst að þó Gerrard sé guðum líkur var það Smicer sem gladdi mig mest með því að spila beinlínis vel, merkilegt.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Sössi segir

Þetta er búinn að vera góður dagur og helgaður Golfi. Árangurinn vissulega mjög misjafn en ánægjan fölskvalaus. Það er nefnilega búið að opna völl Golfklúbbsins Kjalar.
Núna er ég á leið í fermingu.

Svo vil ég benda á þetta

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Sössi er í sjokki

Guði sé lof að það komst upp hryðjuverkaáformin í tæka tíð.

mánudagur, apríl 19, 2004

Sössi segir

Var á aðalfundi Húsfélagsins Alþýðu. Lýðræðið er meingallað.

laugardagur, apríl 17, 2004

S?ssi segir

Mikill g?furlegur afbrag?dagur var ?etta ? g?r, enda er fl?skudagur fullur af hamingju samkv?mt hef?inni.

Vi? Halli spilu?um tvo hringi (arr matie) og ?a? er lj?st a? golfsumari? ver?ur snilld en mig vantar ?takanlega s-j?rn.

Heyr?u, Br??arbandi? rokka?i ?okkalega, enda anna? varla h?gt me? 14 brj?st ? svi?inu. ??r komu s??ast ? svi? og t?ku b??i klass?sk meistaraverk og n?ja slagara. ?g skemmti m?r og sleppti m?r en Mundi og Halli reyndu a? vera vir?ulegir.



miðvikudagur, apríl 14, 2004

Sössi segir

Jamm og jæja. Dunnó. Í dag er ég nokkuð mellow. Þægilegt ástand.
Fór í vinnuna. Synti. Ljós. Hugsanlega Catan á eftir.
Hananú!

Langt er síðan ég fann mér tíma til að skella hér inn nokkrum orðum en nú hefur það gerst.

Ég er nú farinn að velta alvarlega fyrir mér hvernig megi ná mestum árangri í útbreiðslu fagnaðarerindis flokksins, allar ábendingar vel þegnar (og kunna að verða verðlaunaðar síðar). Eftir mikið og erfitt samtal við föður minn um stjórnmálaleg málefni kom hann fram með þá uppástungu að ég myndi vinna mig upp í gegnum kerfið og ná að breyta því innan frá! Hvurslags rugl er þetta, ég á s.s. að ganga í sjálfstæðisflokkinn og ná þannig fram breytingum á þessu vonlausa kerfi sem við búum við.

Í þessari röksemdafærslu föður míns endurspeglast sá heilaþvottur sem átt hefur sér stað alltof lengi... að það sé hægt að ná fram árangri í gegnum lýðræðið! Djöfulsins "krappppp"! Það sér hvert mannsbarn hvurslags vitfirring þetta er, nei fyirrgefiði... það sjá það víst voðalega fáir!

Þessu þarf að breyta...

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Sössi segir

Í dag læðist ég með veggjum. Fór nebblega í klippingu í dag og frétti að Ásdís Rán hefði eitthvað verið að vinna á stofunni hér áður fyrr. Það pínlega er að ég man alls ekki eftir að hafa hitt á hana (fullyrt var að það hlyti að hafa gerst).
Og ég skammast mín.

sunnudagur, apríl 11, 2004

Sössi segir

Ok. Mikið hefur gerst síðan síðast. Í fyrsta lagi vann Mundi fimm Catan spil í röð og það var orðið svolítið þreytt á fyrsta spili (ég meina, ó mæ god!!). ÉG stöðvaði sigurgönguna , sem gerir mig að eflaust nokkurskonar ofurhetju. Ok það hefur kannski ekkert voðalega mikið gerst síðan síðast. Föstudagskvöldið fór Mundi á pöbbarölt og tók mig með. Við hittum fullt af fólki sem hann þekkir og ég reyndi bara að auka glimmerið á viðkomandi stað með því að vera sætur.
Gærdagurinn var aftur á móti et stort success. Fór ekki á fætur fyrr en hálffimm og horfði á Bond, James Bond og bíómyndir þangað til ég fór að sofa.
Sem stendur sit ég uppi í rúmi og tala við sjálfan mig og okkur leiðist báðum.

mánudagur, apríl 05, 2004

Sössi segir

Mikil hamingja. Ég var að fá afmælisgjöf fyririrfram frá Munda og Mumma. Hvorki meira né minna en Sæfaraviðbótina við Catan. Ennfremur er stefnan tekin á Golf eftir smástund. Það eina sem mann vantar núna er kona í engu og þá myndi ég brosa hringinn.

laugardagur, apríl 03, 2004

Sössi vitnar í alvöru skáld

Úr ljóðinu "Eir" eftir Stein Steinarr

...

Og nóttin leggst yfir hið sorgmædda sjálfstæði vort.
Úr saltabrauðsleik þessa heims er ég kominn til þín.
Ég veit að mitt fegursta ljóð hefur annar ort,
og aldrei framar mun dagurinn koma til mín.

Jón Sigurðsson, forseti, standmynd, sem steypt er í eir,
hér stöndum við saman, í myrkrinu, báðir tveir.
sössi segir

A N D S K O T I N N . Fór í bæinn með slatta fólki. Byrjuðum á að fara á Nasa sem var fínt og ég lærði að dansa án þess að halda á áfengi. Áhugavert. Svo fórum við Halli á gaukinn, Kung Fú var að spila og þeir gera það svo skratti vel. Þar af leiðandi var stemmningin góð og á endanum hitti ég stelpu (líklega Halla að þakka) sem ég fömblaði að sjálfsögðu með því að elta ekki og týndi þar með. A N D S K O T I N N .

föstudagur, apríl 02, 2004

Sössi segir

Arr matie! Látum drykkjuna hefjast.

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Sössi segir

Var að koma úr sundi. 20 ferðir.
Í dag gafst mér færi á að pirra náunga sem ég þoli ekki og greip það fegins hendi. Því miður náði hann að espa mig upp líka, helv.

Ennfremur er þetta bara sætt.