laugardagur, febrúar 28, 2004

Sössi segir

Man ekki eftir hvern þetta er

Þýfinu skilað aftur

Hann kvað um hana sín ljúfustu ljóð.
Hún lét engan blíðskap falan.
Svo kom hann þar að sem hún kýmileit stóð,
og kossi frá meyjunni stal hann.

Hún leit til hans með byrsta brá,
þá brast allt hans þor og kraftur,
svo þegar hann skildi, hve skapi hún brá,
þá - skilaði hann þýfinu aftur.

föstudagur, febrúar 27, 2004

Sössssinn segir

Jó jó jó, holler tú mæ hómís. Það er ekki spurning um að drekka í kvöld. Auglýsi eftir þáttakendum. Nenni samt ekki niður í bæ.

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Sössi segir

Já! Já! gAMAN!
Við Halli erum komnir inn í golfklúbbinn Kjöl. Hvorki meira né minna.
Ég er svo spenntur, nú getur maður farið að snobba almennilega. Jé beibí.

Annars dempaði það nú daginn aðeins að þegar ég var í sturtu í vesturbæjarlauginni skeit gamall kall þarna í sturtuklefanum. Stemmingin datt einhvernveginn úr þeirri sundlaugarferð og ég forðaði mér upp úr lauginni þegar sá gamli stakk sér til sunds.
Svo er fólk að kvarta yfir ungviðinu!

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Sössi segir

Það varð ljóst í vikunni að sveinsprófið mitt verður ekki fyrr en í maí. Hell. Prenttæknistofnun ákvað að í þessu nýja kerfi (dauði yfir Björn Bjarnason og Tómas Inga Olrich) væri gáfulegt að hafa einu tvö prófin með þriggja mánaða millibili að vori og hausti af því að svoleiðis hefði það alltaf verið í gamla kerfinu. Hefðin er sterk og stuldum góð, en menn verða nú að passa sig að drukkna ekki í henni.

Verri hlutir gerast svo sem en þetta var ekki einn af þeim góðu.

Glæta í öllu þessu er að ég verð á hreinni dagvakt frá og með mars.

Skál

laugardagur, febrúar 21, 2004

Hananú!

Mikið lifandis skelfingar ósköp líður mér ekki svo vel... jæja þýðir ekkert að fást um það. Í upphafi skal endinn skoða, er eitt af slagorðum flokksins og langar mig til þess að þakka Sössanum fyrir þær breytingar sem hann hefur gert á síðunni okkar. Þetta er mikil bragabót og hefur veitt birtu og il inní köld og illkvittin hjörtu ungs fólks um land allt... og jafnvel nokkurra erlendra ríkisborgara sem kunna að hafa tekið íslenskunámskeið. Annars er svo mikið af "fokking" útlendingum sem eru orðnir íslenskir ríkisborgarar að maður hefur ekki hugmynd um hversu stór hluti "þjóðarinnar" getur lesið þetta, án aðstoðar þýðanda sem er á svellandi launum hjá ríkinu við að drekka bjór og borða hamborgara. Allt í kringum okkur horfum við á þau vandamál sem hafa skapast vegna innflutnings á allskonar óþjóðalýð inn í góð og heiðvirð samfélög. Svíar voru fyrstir til að opna dyr sínar, enda einstaklega kommúnískt samfélag (vil enn vekja athygli á því að þegar við Íslendingar "rákum" Jóhann Árelíuz "stórskáld" úr landi þá var eina ríkið nógu vitlaust til að taka við honum Svíþjóð, þeir borguðu honum meir að segja fyrir að búa þarna!). Danir toppuðu heimskuna með því að apa þetta eftir Svíum, Norðmenn byrjuðu... en settu síðan snögglega stopp við þessum gengdarlausa innflutningi. Nokkrum árum síðar ákveða íslensk stjórnvöld að það sé sniðugt að gera eins og Svíar og Danir (sem þá voru að reyna að snúa þróuninni við)!!!! Þetta hefði aldrei gerst undir styrkri leiðsögn öflugs einræðisherra!!!

Allir vita hvaða afleiðingar þetta hefur haft á þau ríki sem ég nefndi hér að ofan og ætla ég ekki að rekja það frekar. Vildi bara vekja athygli á enn einum galla lýðræðisins, það getur af sér einstakt magn heimskulegra framkvæmda sem tilkoma vegna atkvæðaveiða einstakra manna!
Máli mínu til stuðnings er hér setning úr grein úr hinu virta tímariti The Economist:

FOR the past 250 years, politicians have diligently ignored what economics has to say about the gains from trade—much as they may pretend, or in some cases even believe, that they are paying close attention.

föstudagur, febrúar 20, 2004

Sössi segir

Mikil hamingja, hamingja og gleði.

Ég er orðinn alvöru harður liverpool stuðningsmaður. Í gær fór ég með sidda að horfa á varalið Man U og liverpool kljást. Það var meira að segja ég sem átti hugmyndina.

Verkefni kvöldsins er drykkja hjá Benna.

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Sössi segir

Áður fyrr gekk ég í villu og svima. Ég hélt að utanríkisþjónustan væri í besta falli misskilningur og náttröll. Nú veit ég betur.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Sössi segir

Þeir sem trúa ekki seinasta bloggi geta bara hoppað uppí nösina á ketti!

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Sössi segir

Þegar ég var lítill var til hugtakið berar kellingar. Þetta voru risastór stykki og undarleg í laginu. Það var ekki fyrr en seinna að ég áttaði mig á því að ekki aðeins eiga þær að líta svona út, þessi lögun er beinlínis áhugaverð! Svo voru til stelpur á sama aldri og það var spennandi að kíkja á þær í kvenna klefanum. Það gerði ég hins vegar aldrei, fannst það dónaskapur.

mánudagur, febrúar 16, 2004

Sössi segir

Í dag er ég þreyttur og með hálsríg, en það er allt í lagi af því að ég er með rautt epli í vasanum.

Annars hef ég áhyggjur af því að kokkarnir sem sjá um matinn uppi í Odda séu í persónulegu stríði við mig. Síðan ég lýsti því yfir uppi í matsal að rækjur séu djöfullinn hafa téðar rækjur svindlað sér inn í hina ýmsu rétti, ítrekað. Mig skortir hins vegar sannanir, en er að vinna í þeim málum.
You´r not paranoid if they´r really after you!

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Sössi segir

Í ggær fór ég á pönktónleika á grand rokk. Mikið ér gott að vera loksins kominn með uppáhaldsband í pönkgeiranum. Svo fórum við Þórir um víðan völlog undir lokin hitti ég Munda á kaffibarnum. Mumma og Jóa á sólon og ég erenn svolldið fullur

laugardagur, febrúar 14, 2004

Sössi segir

Vegna viðbragða Tomma á commentborðinu langar mig til útskýra hversvegna flokkurinn vill leggja niður lýðræði. Þetta er bara spurning um að hafa stjórnkerfi sem virkar fljótt og örugglega. Alþingi eitt og sér kostar samfélagið gríðarlega fjármuni auk þess sem það tefur öll mál sem inn á borð koma, án þess að bæta neinu við þá vinnu sem þegar hefur farið fram. Gerum okkur nefnilega grein fyrir því að flestöll frumvörp sem Alþingi afgreiðir eru samin af sérfróðu fólki (utan þings) og það eina sem aþingmennirnir bæta við þau eru gloppur og sulta á spássíunni. Auk þess hefur það lengi verið ljóst að þessir blessuðu alþigismenn gera bara það sem flokksforustan segir þeim. Sannfæring kemur að engu leyti inn í það hvernig þeir greiða atkvæði. Þeir verða nú einu sinni að styðja sitt "lið".
Einræðisflokkur Íslands vill koma hér á fót upplýstu einræði. Kerfi þar sem ákvarðanir verða teknar hratt og örugglega til hagsbóta fyrir alla.
Hananú!

Ég hef aldrei efast um gæði einræðisins, en stóð í þeirri trú að flestir aðrir lifðu í heimi ranghugmynda og fordóma. Eftir að hafa farið í gegnum nokkuð miklar pælingar þá hef ég séð það að mörg af stórmennum "lýðræðissögunnar" gerðu sér fulla grein fyrir því hversu mikið rugl lýðræðið er.

Sá mikli snillingur Leo Tolstoj gerði sér fulla grein fyrir mikilvægi þess að hafa ekki lýðræðislegt stjórnarfar. Hann setti það reyndar í skemmtilegan búning til að verða ekki fyrir aðkasti, en það er mjög algengt í lýðræðissamfélögum að allt sem stríðir gegn þeim venjum og siðum sem við lýði eru mætir gríðarlegum fordómum og skilningsleysi. Tosltoj sagði nefnilega "Karlmenn setja lög - en konur móta almenningsálitið"! Það sem þetta sýnir okkur er það að hann gerði sér grein fyrir því að stjórnmálamenn, sem eru ekkert annað en þrælar atkvæða sinna, eru algerlega háðir duttlungum kvenna. Það sjá allir í hendi sér hversu stórkostlega hræðileg þessi staða er... enda erum við að dunda okkur í því hægt og rólega að eyða heiminum.

Þrátt fyrir að þetta sé s.s. alveg nóg í bili þá rakst ég á nokkuð mjög merkilegt sem ég verð einnig að deila með umheiminum. Hinn harði lýðræðissinni Hendrik van Loon gerði sér grein fyrir því á síðari hluta ævi sinnar að lýðræðislegt stjórnarfar er hreinlega ekki að gera sig. Eftir langa baráttu fyrir betra lífi komst hann svo að orði "Einu nefndirnar, sem koma að gagni, eru þriggjamannanefndir - ef einn nefndarmanna er fjarverandi og annar veikur"!

Fólk sér þetta sjálft en fordómar og fáfræði heldur enn gömlu úreltu lýðræðisfyrirkomulagi við lýði, vonum bara að það fari að breytast og við getum farið að búa í betra landi... og betri heimi!

föstudagur, febrúar 13, 2004

Sössi segir

Undanfarna viku hef ég haldið mig heima, nema til að að skreppa í sund og fara til vinnu. Þetta er eiginlega búinn að vera alveg yndislegur tími. Í eðli mínu er ég nefnilega heimakær og rólegur ungur drengur. Hef þetta líklega frá henni Hansínu ömmu minni sálugri.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Hananú!

Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki að gera góða hluti á þessari síðu, hefur tekist að telja mér trú um að ég sé of upptekinn. Merkilegt hvað hugurinn getur haft mikil áhrif... ég er svo upptekinn að ég geri ekki neitt og verkefnin hlaðast upp. Skrítinn heimur, hvað ætli hann sé?

Ég tilkynni hér með brottför einræðisherraefnisins til Patreksfjarðar næsta mánudag, en ferðin er hluti af kynningu flokksins á gæðum einræðis. Búist er við því að flestir bæjarbúar sjái sér fært að bera væntanlegan einræðisherra augum og einhverjir munu njóta þeirrar visku sem hann býr yfir, ekki spurning um að fjölmörg atkvæði munu þarna fá tilgang. Annars kem ég til baka á miðvikudaginn þannig að stoppið er ekki langt, bara svona rétt nóg til að ég geti örugglega spjallað við alla bæjarbúa.

Leiðinlegt með Sössann og þennan cockteaser... samt skemmtilegt fyrir strákinn að geta bætt þessu í minnisbankann, hann getur þá sagt einhverjum frá þessu þegar hann verður gamall og bjargað mörgum manninum frá því að verða fyrir þessari ólukku. Annars kemur dagur eftir þennan og hafa ber í huga slagorð flokksins "á morgun er nýr dagur"! Ég hef einnig komist yfir netfang ástkonu Sössans og getur hann nálgast það hjá mér... þegar ég hef tíma.

Að lokum ein viðbótar tilkynning: Helgi Þór er kominn til landsins (og er víst búinn að vera hér lengi)... af því tilefni mun verða efnt til samdrykkju, einhverntíman og einhversstaðar! Verið viðbúin!

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Sössi segir

Það gleður mig innilega að Davíð Oddson forsætisráðherra sé að ná þeim þroska sem stjórnmálamaður og manneskja að vera tilbúinn að leggja niður íslenska lýðveldið.
Hann lengi lifi húrra, húrra, húrra.

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Sössi segir

Kæru vinir og velunnarar. Í dag er upprunninn sá dagur er ég spila í fyrsta sinn opinberan leik fyrir prentsmiðjuna Odda. Þetta gerist klukkan 13:15 á firmamóti HK í fífunni.
Allt hefur verið gert til að undirbúa mig sem best fyrir stóru stundina. Á fimmtudag og föstudag fór ég í sund og synti samtals 31 ferð, gekk af mér 140 kaloríur á e.k. stigavél og gerði uþb 35!! magaæfingar. Föstudagskvöldið hefur þegar verið tíundað en á laugardeginum drakk ég kaffi og lagði mig. Allt þetta til að undirbúa líkama minn og huga undir það að hreyfa sig. Þess skal að lokum getið að ég verð í marki.

laugardagur, febrúar 07, 2004

Sössi segir

Í nótt fór ég heim með cock teaser. Mikið andskoti er ég pirraður, fúll og reiður.

föstudagur, febrúar 06, 2004

Sössi segir

Einu sinni langaði mig að verða ljóðskáld. Þá varð þetta til.

Þú ert eins glæsileg
og svartur BMW
með spoiler og álfelgum

Hár þitt er gull sem glóir
og bíður þess
að vera strokið af ástúð

Augu þín eru úthaf
sem gleypir sjófarendur
algerlega sporlaust

Varir þínar eru stórt
og girnilegt jarðarber
sem mig langar að bragða á

Brjóst þín eru strýtur
sem jafnast fyllilega
á við Mount Everest

Að ógleymdum rassi þínum
sem veldur því að ég
efast um kynhneigð mína

Ég elska þig eina
að eilífu
og lengur ef þú vilt

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Sössi segir

Sko málið er allavega ekki þessi kvenlega viðkvæmni- Það er bara djöfullinn og súnk. Þetta er nákvæmlega það sem er að þessu fjandans fólki sem er alltaf að tala saman og segja frá tilfinningum sínum og FINNA SIG!!! Svoleiðis er bara rækjur og eins og allir vita eru rækjur verrri en djöfullinn. Þannig að að að helvítis pakkið verður ofurmeðvitað og ofurviðkvæmt og óhamingjusamt. Lykillinn að farsælu og hamingjuríku lífi er að halda sér saman og bæla niður allan vott af tilfinningum.

Svo fyndist mér gott að hætta að vakna á milli 5 og 6 á nóttinni svona af því bara. Buggrit´n millenium schrimps.

P.s. skjóta Smicer og selja í lím.

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Sössi segir

Félagi Tómas telur að ég yrði í hópi betri málverka sem heimurinn hefur séð. Ég er klökkur.

En ég er orðinn forfallinn Catan spilari. Keypti spilið á mánudag og hef verið að spila síðan. Það er eiginlega orðin spurning um að fara bara á atvinnuleysisbætur og spila Catan út í gegn.

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Sössi segir

Ef ég væri málverk, hvernig málverk væri ég?

Hefði sköpun mín til dæmis haft áhrif á listsöguna? Væri ég jafnvel feitletrað ártal á einhverjum sögukvarðanum sem fólk tæki andköf yfir. Eða myndi málarinn sjá eftir að hafa eytt málningu, striga og tíma í "þetta"? Persónulega held ég að ég myndi kosta eitthvað um 800.000 íkr og vera uppi á vegg hjá Katli Elíassyni Traðarstíg 1 415 BOLUNGARVÍK.
Það er nokkuð ljóst að málverkið ég væri undir sterkum áhrifum frá Dadaisma. Annað kemur í raun ekki til greina.

Af hverju myndin væri er óljóst.
S?ssi segir

Ef ?g v?ri m?lverk, hvernig m?lverk v?ri ?g?

Hef?i sk?pun m?n til d?mis haft ?hrif ? lists?guna? V?ri ?g jafnvel feitletra? ?rtal ? einhverjum s?gukvar?anum sem f?lk t?ki andk?f yfir. E?a myndi m?larinn sj? eftir a? hafa eytt m?lningu, striga og t?ma ? "?etta"? Pers?nulega held ?g a? ?g myndi kosta eitthva? um 800.000 ?kr og vera uppi ? vegg hj? Katli El?assyni Tra?arst?g 1 415 BOLUNGARV?K.
?a? er nokku? lj?st a? m?lverki? ?g v?ri undir sterkum ?hrifum fr? Dadaisma. Anna? kemur ? raun ekki til greina.

Af hverju myndin v?ri er ?lj?st.

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Hananú!

Kemur póstur í fyrsta sinn í langan tíma.

Jæja ég hef nú frá mörgu að segja, t.d. því að loksins fékk maður almennilega útborgun. Hún er að vísu ekkert miðað við allann þann tímafjölda sem býr að baki en það getum við þakkað mönnum eins og Lalla Johns og listamannsfíflum sem þyggja fé af ríkinu og lifa á því almennt eins og blóðsugur. Skemmst er frá því að segja að þar sem ríkið og ég erum eitt (í sjálfusér eins og allir hinir) þá lifa þessir aumingjar á mér og því þarf ég að borga svona ógeðslegamikinn skatt! Helvítis, fyirr utan það þá var ég búinn að eyða þessu öllu fyrirfram þannig að það er í raun eins og þetta hafi aldrei gerst.

Við Siddinn vorum að reyna að plögga tölvunum okkar saman og gera eitthvað af viti. Okkur vantaði síðan einhvern kapal og súnk búnk eitthvað og allt í kássu. Reddum því á morgun en enduðum á að spila Heroes í hotseat. Það var ósköp fínt.

Var á snilldar þorrablóti um síðustu helgi og verð að segja að þessar samkomur eru alger snilld, maður ætti hreinlaega að stunda það að sækja þær. Stefni að því í komandi framtíð að láta bjóða mér í óendanlegt magn af þessu, hlýtur að ganga upp, ég er svo indisleg manneskja.

Síðan er nú farið að styttast í patreksfjarðarferð hjá mér. Verður væntanlega núna alveg á næstunni, gæti verið 9 febrúar 16 febrúar eða einhverntíman seinna. Það verður væntanlega alger snilld eins og síðast. Maður veit aldrei... þetta landsbyggðarfólk er svo skrítið.

Jæja, er orðinn helvíti þreyttur, bið að heilsa!