Hananú!
Kemur póstur í fyrsta sinn í langan tíma.
Jæja ég hef nú frá mörgu að segja, t.d. því að loksins fékk maður almennilega útborgun. Hún er að vísu ekkert miðað við allann þann tímafjölda sem býr að baki en það getum við þakkað mönnum eins og Lalla Johns og listamannsfíflum sem þyggja fé af ríkinu og lifa á því almennt eins og blóðsugur. Skemmst er frá því að segja að þar sem ríkið og ég erum eitt (í sjálfusér eins og allir hinir) þá lifa þessir aumingjar á mér og því þarf ég að borga svona ógeðslegamikinn skatt! Helvítis, fyirr utan það þá var ég búinn að eyða þessu öllu fyrirfram þannig að það er í raun eins og þetta hafi aldrei gerst.
Við Siddinn vorum að reyna að plögga tölvunum okkar saman og gera eitthvað af viti. Okkur vantaði síðan einhvern kapal og súnk búnk eitthvað og allt í kássu. Reddum því á morgun en enduðum á að spila Heroes í hotseat. Það var ósköp fínt.
Var á snilldar þorrablóti um síðustu helgi og verð að segja að þessar samkomur eru alger snilld, maður ætti hreinlaega að stunda það að sækja þær. Stefni að því í komandi framtíð að láta bjóða mér í óendanlegt magn af þessu, hlýtur að ganga upp, ég er svo indisleg manneskja.
Síðan er nú farið að styttast í patreksfjarðarferð hjá mér. Verður væntanlega núna alveg á næstunni, gæti verið 9 febrúar 16 febrúar eða einhverntíman seinna. Það verður væntanlega alger snilld eins og síðast. Maður veit aldrei... þetta landsbyggðarfólk er svo skrítið.
Jæja, er orðinn helvíti þreyttur, bið að heilsa!