Mmmpf þunnur.
laugardagur, janúar 31, 2004
föstudagur, janúar 30, 2004
Sössi segir
Helvítis. það er svo langt síðan það slökknaði á símanum mínum að nú man ég ekki pin-númerið. Ætli ég verði ekki að tala við fólkið hjá BT-GSM.
En að öðru. Þegar ég var ungur drengur á Hvammstanga labbaði ég einu sinni á ljósastaur af fullu afli, óvart, og það var nokkuð óþægilegt.
Helvítis. það er svo langt síðan það slökknaði á símanum mínum að nú man ég ekki pin-númerið. Ætli ég verði ekki að tala við fólkið hjá BT-GSM.
En að öðru. Þegar ég var ungur drengur á Hvammstanga labbaði ég einu sinni á ljósastaur af fullu afli, óvart, og það var nokkuð óþægilegt.
miðvikudagur, janúar 28, 2004
Sössi segir
Í kvöld var ég að læra nýtísku fjögurra lita vél með fullt af fídusum sem ég hef aldrei notað áður. Sérstakur lúxus að hafa ofn í frálaginu og allar stillingar í borðinu. Ef einhver gerir sér grein fyrir hvað ég er að tala um er ég hissa. Allavega verð ég á henni út vikuna og tek svo sveinsprófið á hana í ótiltekinni framtíð.
Í kvöld var ég að læra nýtísku fjögurra lita vél með fullt af fídusum sem ég hef aldrei notað áður. Sérstakur lúxus að hafa ofn í frálaginu og allar stillingar í borðinu. Ef einhver gerir sér grein fyrir hvað ég er að tala um er ég hissa. Allavega verð ég á henni út vikuna og tek svo sveinsprófið á hana í ótiltekinni framtíð.
mánudagur, janúar 26, 2004
Sössi segir
Ég rakst á eitthvað greindarpróf á vefnum núna áðan og útkoman kom mér nokkuð á óvart. Hvað finnst ykkur?
Congratulations, Sigursteinn!
Your IQ score is 131
This number is based on a scientific formula that compares how many questions you answered correctly on the Classic IQ Test relative to others.
Your Intellectual Type is Precision Processor. This means you're exceptionally good at discovering quick solutions to problems, especially ones that involve math or logic. You're also resourceful and able to think on your feet.
Ég rakst á eitthvað greindarpróf á vefnum núna áðan og útkoman kom mér nokkuð á óvart. Hvað finnst ykkur?
Congratulations, Sigursteinn!
Your IQ score is 131
This number is based on a scientific formula that compares how many questions you answered correctly on the Classic IQ Test relative to others.
Your Intellectual Type is Precision Processor. This means you're exceptionally good at discovering quick solutions to problems, especially ones that involve math or logic. You're also resourceful and able to think on your feet.
sunnudagur, janúar 25, 2004
Sössi segir
Það fór aldrei svo að ég drykki ekki um helgina. Í gær spilaði ég nefnilega Trivial Pursuit með Sidda, Kalla (býr fyrir ofan Sidda á stúdentagörðunum) og Alla Jesú. Með þessu var að sjálfsögðu tekinn hubbly bubbly og bjór. Og ég vann sjálfur.
Ég ég ég ég ég bestur!!!!!!!!!
Það er æðislegt hvað hlauptópak kemur manni í góða stemmningu. Þetta lyftir heiðarlegum samdrykkjum í hæstu hæðir, sem er merkilegt, því það hefur sýnt sig að maður drekkur miklu minna.
Upp og alla leið!
-einræðisflokkur íslands-
Það fór aldrei svo að ég drykki ekki um helgina. Í gær spilaði ég nefnilega Trivial Pursuit með Sidda, Kalla (býr fyrir ofan Sidda á stúdentagörðunum) og Alla Jesú. Með þessu var að sjálfsögðu tekinn hubbly bubbly og bjór. Og ég vann sjálfur.
Ég ég ég ég ég bestur!!!!!!!!!
Það er æðislegt hvað hlauptópak kemur manni í góða stemmningu. Þetta lyftir heiðarlegum samdrykkjum í hæstu hæðir, sem er merkilegt, því það hefur sýnt sig að maður drekkur miklu minna.
Upp og alla leið!
-einræðisflokkur íslands-
föstudagur, janúar 23, 2004
Sössi segir
Þættinum hefur borist bréf frá Tomma Töff þar sem innt er eftir því hvort ég hafi notað Tonka trukka í stíflugerðina. Það var ekki svo. við stíflugerðina var eingöngu notað handafl. En á tímabili átti ég tvo Tonka trukka. Annar þeirra lenti svo undir vörubíl hehe sem er náttúrulega bara fyndið. Ég var samt ekkert leiður, þótt mér þætti þetta verra, því þetta var eitthvað svo ljóðrænt. Þó efast ég um að ég hafi kannast við hugtakið á þessum tíma.
En að öðru. Í dag er bóndadagur og ég á mér ekki kellingu. Það lítur í rauninni út fyrir að það rómantískasta sem ég upplifi í dag verði sundferð með Sidda. Sem er óheppilegt því það er EKKERT rómantískt við það.
Bögger og súnk.
Þættinum hefur borist bréf frá Tomma Töff þar sem innt er eftir því hvort ég hafi notað Tonka trukka í stíflugerðina. Það var ekki svo. við stíflugerðina var eingöngu notað handafl. En á tímabili átti ég tvo Tonka trukka. Annar þeirra lenti svo undir vörubíl hehe sem er náttúrulega bara fyndið. Ég var samt ekkert leiður, þótt mér þætti þetta verra, því þetta var eitthvað svo ljóðrænt. Þó efast ég um að ég hafi kannast við hugtakið á þessum tíma.
En að öðru. Í dag er bóndadagur og ég á mér ekki kellingu. Það lítur í rauninni út fyrir að það rómantískasta sem ég upplifi í dag verði sundferð með Sidda. Sem er óheppilegt því það er EKKERT rómantískt við það.
Bögger og súnk.
fimmtudagur, janúar 22, 2004
Sössi segir
Í gær fór ég á Last Samurai. Hún er góð, mjög góð og ku innblásin af dollaramyndunum og einhverjum ræmum eftir Kuruzava. Ég hef aldrei séð dollara myndirnar og ekki nema eina mynd eftir Kuruzava. Því þarf að breyta.
Hins vegar vil ég nota tækifærið og benda á að í æsku byggði ég stíflur.
Í gær fór ég á Last Samurai. Hún er góð, mjög góð og ku innblásin af dollaramyndunum og einhverjum ræmum eftir Kuruzava. Ég hef aldrei séð dollara myndirnar og ekki nema eina mynd eftir Kuruzava. Því þarf að breyta.
Hins vegar vil ég nota tækifærið og benda á að í æsku byggði ég stíflur.
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Hmmm, Þetta er í boði Ruglukollsins bon apetit
Sössi segir
Í gær var graflax, Catan og súkkulaðikaka. Við Mundi redduðum kökunni án þess að blása upp í nös á ketti. Mikið afskaplega er Catan skemmtilegt spil og samt stóð ég mig illa. Reyndar tókst mér Munda og Halla að hressa aðeins upp á reglurnar í sambandi við viss atriði. Með góðum vilja væri hægt að segja að reglurnar hafi verið óskýrar í þessum tilvikum. Benni gæti líka hafa verið í því að semja nýjar reglur í ljósi þess að hann kenndi okkur reglurnar jafnóðum... Ég vil spila Catan aftur og aftur. Þetta verður keypt.
Í gær var graflax, Catan og súkkulaðikaka. Við Mundi redduðum kökunni án þess að blása upp í nös á ketti. Mikið afskaplega er Catan skemmtilegt spil og samt stóð ég mig illa. Reyndar tókst mér Munda og Halla að hressa aðeins upp á reglurnar í sambandi við viss atriði. Með góðum vilja væri hægt að segja að reglurnar hafi verið óskýrar í þessum tilvikum. Benni gæti líka hafa verið í því að semja nýjar reglur í ljósi þess að hann kenndi okkur reglurnar jafnóðum... Ég vil spila Catan aftur og aftur. Þetta verður keypt.
þriðjudagur, janúar 20, 2004
Sössi segir
Í dag hefði verið gott að vera dópisti. Þá hefði ég getað fengið mér eitthvað svona skrítið og örvandi til að vinna bug á þreytunni. Í staðinn neyddist ég til að nota sambland af greddu og kveðskap. Útkoman var þessi.
Ó guðs míns glæsilegu verur,
sem á geirvörtunum hlaupa.
Þetta myrkur er mér að kenna.
Ég gleymdi að kaupa
ljósaperur
Það er augljóslega kappsmál fyrir íslensku þjóðina að ég fái góðan nætursvefn.
Annars er ég farinn að spila netleikinn Utopia á ný.
Í dag hefði verið gott að vera dópisti. Þá hefði ég getað fengið mér eitthvað svona skrítið og örvandi til að vinna bug á þreytunni. Í staðinn neyddist ég til að nota sambland af greddu og kveðskap. Útkoman var þessi.
Ó guðs míns glæsilegu verur,
sem á geirvörtunum hlaupa.
Þetta myrkur er mér að kenna.
Ég gleymdi að kaupa
ljósaperur
Það er augljóslega kappsmál fyrir íslensku þjóðina að ég fái góðan nætursvefn.
Annars er ég farinn að spila netleikinn Utopia á ný.
mánudagur, janúar 19, 2004
Sössi segir
Abbababb Mundi kallinn er bara í afneitun. Segist ekki halda með neinu liði í knattspyrnu. Hið rétta í málinu er að hann tók afstöðu með Manchester United í menntaskóla og þar af leiðandi er hans ódauðlega sál nokkuð fordæmd. Og sjá ég ber sannleikanum vitni!
Hins vegar stefni ég hraðbyri í rétta átt í lífinu. Nebblilega af því að ég var að kaupa mér golfsjónauka með innbyggðum fjarlægðarmæli núna rétt áðan. Það eina sem mig vantar núna er einhverskonar bíll til að koma mér á völlinn. Daihatsu Charade virðist ekki passa utan um golfsettið mitt með góðu móti, þannig að sú tegund er komin í ónáð.
Abbababb Mundi kallinn er bara í afneitun. Segist ekki halda með neinu liði í knattspyrnu. Hið rétta í málinu er að hann tók afstöðu með Manchester United í menntaskóla og þar af leiðandi er hans ódauðlega sál nokkuð fordæmd. Og sjá ég ber sannleikanum vitni!
Hins vegar stefni ég hraðbyri í rétta átt í lífinu. Nebblilega af því að ég var að kaupa mér golfsjónauka með innbyggðum fjarlægðarmæli núna rétt áðan. Það eina sem mig vantar núna er einhverskonar bíll til að koma mér á völlinn. Daihatsu Charade virðist ekki passa utan um golfsettið mitt með góðu móti, þannig að sú tegund er komin í ónáð.
laugardagur, janúar 17, 2004
Sössi segir
Ég er óhreinn á sálinni. Ég hugsaði nefnilega feminiska hugsun í gær þegar ég var að horfa á Amerika´s next model. Ein stúlkan var að segja að ef þessi keppni gengi ekki upp færi hún líklega bara í það að gifta sig og eignast börn. "Ha" hugsaði ég hátt "Ætlarðu bara að verða eiginkona og útungunarvél. Af hverju menntarðu þig þó ekki sem sem eitthvað ómerkilegt svo þú hafir vísi að sjálfstæði og frama. " Ég skammast mín og hef ákveðið að til að venja mig af þessu muni ég auðmýkja mig á almannafæri í hvert skipti sem þessar hugsanir bóla á sér. Það er með því að segja frá þeim.
Ég er óhreinn á sálinni. Ég hugsaði nefnilega feminiska hugsun í gær þegar ég var að horfa á Amerika´s next model. Ein stúlkan var að segja að ef þessi keppni gengi ekki upp færi hún líklega bara í það að gifta sig og eignast börn. "Ha" hugsaði ég hátt "Ætlarðu bara að verða eiginkona og útungunarvél. Af hverju menntarðu þig þó ekki sem sem eitthvað ómerkilegt svo þú hafir vísi að sjálfstæði og frama. " Ég skammast mín og hef ákveðið að til að venja mig af þessu muni ég auðmýkja mig á almannafæri í hvert skipti sem þessar hugsanir bóla á sér. Það er með því að segja frá þeim.
Hananú!
Ég er að gera rosalega hluti núna maður, búinn að vinna 7 daga í vikunni og samt 2 eftir. Verst að það skilar sér ekki voðalega vel í vasann því að ég þurfti að redda rafgeymi, smurningu, rúðuþurrkum og mottum í bílinn minn. 21.800 kall sem fór þar. Verð þá bara að vinna meira það sem eftir er mánaðarins... eða eitthvað.
Það er annars rétt hjá Sössanum að það er ekki lengur hægt að hrópa á okkur, tæknin eitthvað að böggast. Hér með hrópa ég á Ruglukollinn að redda þessu fyrir okkur... ef hann vildi vera svo vænn?
Ég er að gera rosalega hluti núna maður, búinn að vinna 7 daga í vikunni og samt 2 eftir. Verst að það skilar sér ekki voðalega vel í vasann því að ég þurfti að redda rafgeymi, smurningu, rúðuþurrkum og mottum í bílinn minn. 21.800 kall sem fór þar. Verð þá bara að vinna meira það sem eftir er mánaðarins... eða eitthvað.
Það er annars rétt hjá Sössanum að það er ekki lengur hægt að hrópa á okkur, tæknin eitthvað að böggast. Hér með hrópa ég á Ruglukollinn að redda þessu fyrir okkur... ef hann vildi vera svo vænn?
föstudagur, janúar 16, 2004
Sössi segir
Var að koma heim (3:15 ergo nótt) af kvöldvakt sem byrjaði 16:00. Það gekk allt illa og þá sérstaklega registeringin. Í ljós kom að helvítis yndið mitt er á þörfinni með viðhald sem lendir á Þóri. En Guð minn góður hvað mér leið illa allan tímann meðan að ég hélt að þetta væri mér að kenna.
Að endingu skal undankomuleiðina skoða.
Var að koma heim (3:15 ergo nótt) af kvöldvakt sem byrjaði 16:00. Það gekk allt illa og þá sérstaklega registeringin. Í ljós kom að helvítis yndið mitt er á þörfinni með viðhald sem lendir á Þóri. En Guð minn góður hvað mér leið illa allan tímann meðan að ég hélt að þetta væri mér að kenna.
Að endingu skal undankomuleiðina skoða.
fimmtudagur, janúar 15, 2004
Sössi segir
Úti á landi er allt fegurra og hreinna og betra. Þetta kom enn og aftur í ljós í Snjóstorminum Mikla. Sparisjóðsstjórinn á Hvammstanga náði sér bara í skóflu og mokaði stéttina á sparisjóðnum. Sjálfur.
Annars tek ég eftir því að það er ekki lengur hægt að hrópa á okkur... tókum við þennan fídus af eða er þetta hluti af samsærinu mikla?
Úti á landi er allt fegurra og hreinna og betra. Þetta kom enn og aftur í ljós í Snjóstorminum Mikla. Sparisjóðsstjórinn á Hvammstanga náði sér bara í skóflu og mokaði stéttina á sparisjóðnum. Sjálfur.
Annars tek ég eftir því að það er ekki lengur hægt að hrópa á okkur... tókum við þennan fídus af eða er þetta hluti af samsærinu mikla?
miðvikudagur, janúar 14, 2004
mánudagur, janúar 12, 2004
Hananú!
Nú er gipsið farið og kominn tími á baðferðir tíðari. Annars er enginn körfubolti í 3 vikur, en vonandi fótbolti fljótlega.
Allt í orden og brjáluð vinna... voðalega fínt!
Nú er gipsið farið og kominn tími á baðferðir tíðari. Annars er enginn körfubolti í 3 vikur, en vonandi fótbolti fljótlega.
Allt í orden og brjáluð vinna... voðalega fínt!
sunnudagur, janúar 11, 2004
Sössi segir
Nei nú er ég reiður. Tommi heldur því fram að ég hafi ekki komist niðrí bæ á föstudaginn. Þetta er lýgi og ekki satt. Það voru Halli og Benni sem urðu eftir heima hjá mér. Það er svo lítið eftir af æru minni að ég má bara ekki við svona óhróðri. það rétta er að ég drakk lítið um kvöldið og fór úr bænum hálf þrjú því ég þurfti að mæta í vinnu klukkan átta um morguninn. Svo mætti ég reyndar líka átta í morgun.
Ég er þreyttur.
Nei nú er ég reiður. Tommi heldur því fram að ég hafi ekki komist niðrí bæ á föstudaginn. Þetta er lýgi og ekki satt. Það voru Halli og Benni sem urðu eftir heima hjá mér. Það er svo lítið eftir af æru minni að ég má bara ekki við svona óhróðri. það rétta er að ég drakk lítið um kvöldið og fór úr bænum hálf þrjú því ég þurfti að mæta í vinnu klukkan átta um morguninn. Svo mætti ég reyndar líka átta í morgun.
Ég er þreyttur.
föstudagur, janúar 09, 2004
Sössi segir
Ég sá forseta lýðveldisins áðan í bíl númer 2. Hann var að lesa blað og ég rétt náði að halda aftur af mér að veifa. Spáðíðí
Ég sá forseta lýðveldisins áðan í bíl númer 2. Hann var að lesa blað og ég rétt náði að halda aftur af mér að veifa. Spáðíðí
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Sössi segir
Loksins, loksins. Við mörðum sigur sem er yndislegt. Ef þetta er það sem þarf að gera til að ná árangri undir stjórn Houllier, then so be it.
Loksins, loksins. Við mörðum sigur sem er yndislegt. Ef þetta er það sem þarf að gera til að ná árangri undir stjórn Houllier, then so be it.
miðvikudagur, janúar 07, 2004
Sössi segir
Já nú er ekkert til sparað í undirbúningnum fyrir föstudagsdrykkjuna. Ég er búinn að kaupa Whirlpool þvottavél með 1000 snúningum, að öðru leyti veit ég bara að hún kostaði margir peningur. Hún var að sjálfsögðu keypt í kaupfélaginu á Hvammstanga. Ef þetta er ekki virk byggðastefna, hvað þá!
Til að tryggja gleðina enn fremur hef ég ákveðið að senda Ægi norður um helgina.
Já nú er ekkert til sparað í undirbúningnum fyrir föstudagsdrykkjuna. Ég er búinn að kaupa Whirlpool þvottavél með 1000 snúningum, að öðru leyti veit ég bara að hún kostaði margir peningur. Hún var að sjálfsögðu keypt í kaupfélaginu á Hvammstanga. Ef þetta er ekki virk byggðastefna, hvað þá!
Til að tryggja gleðina enn fremur hef ég ákveðið að senda Ægi norður um helgina.
Hananú!
Nú styttist í það sem einusinni hefði verið kallað stórleikur, Chelsea vs. Liverpool. Því miður er spurningin í dag ekki hvaða lið vinnur heldur hversu stórt. Ég er nú alþekkt hógvær sál og spái leiknum 3-1. Veit ekki hver skorar fyrir okkur, sennilega Kewell. Eiður setur a.m.k. eitt fyrir Chelsea.
Vek athygli á því að heimur versnandi fer!
Annars er ég að fara á fund... vonandi ekki langan.
Nú styttist í það sem einusinni hefði verið kallað stórleikur, Chelsea vs. Liverpool. Því miður er spurningin í dag ekki hvaða lið vinnur heldur hversu stórt. Ég er nú alþekkt hógvær sál og spái leiknum 3-1. Veit ekki hver skorar fyrir okkur, sennilega Kewell. Eiður setur a.m.k. eitt fyrir Chelsea.
Vek athygli á því að heimur versnandi fer!
Annars er ég að fara á fund... vonandi ekki langan.
þriðjudagur, janúar 06, 2004
Hananú!
Kæru flokksbræður og aðrir velunnarar.
Það er mér sönn ánægja að koma hér á framfæri hinum árlega þrettándapistli Einræðisflokksins. Margt hefur drifið á daga flokksins frá óformlegri stofnun hans og verður hér á eftir ymprað á þeim atriðum sem eru mér efst í huga, einnig verða gefnar út tilkynningar.
Flokkurinn var í raun óformlega stofnaður í upphafi árs 2003 og því er nú um ársafmæli flokksins að ræða um þessar mundir. Rætt hefur verið um að tímabært sé að verða að skrifa bók um sögu hans og myndi hún verða í tveimur bindum. Ekki hafa þó hafist viðræður við útgefendur að svo stöddu. Verðandi einræðisherra hóf göngu flokksins með því að slíta, snúa og teygja flest það sem hægt er í ökkla í ársbyrjun... vitandi það að fall er fararheill. Vildi hann með þessu sýna stuðningsmönnum sínum hersu langt hann vildi "ganga" til að tryggja þegnum landsins (framtíðar skattgreiðendum) betra líf. Það var ekki að sökum að spyrja að fylgi flokksins margfaldaðist í næstu samdrykkjum í framhaldi af þessu. Ekki leið því á löngu þar til deila þurfti verkefnum til fleiri aðila, skipað var í embætti (enn eru nokkrar stöður lausar fyrir rétta fólkið). Mikilvægast af þeim er án efa embætti áróðursmálaráðherra, en það skipar Sössinn. Slagorð eins og "heiðarlegt arðrán - allra hagur" heyrast nú víðsvegar í samfélaginu, þökk sé ötulu starfi hans (í prentsmiðju Odda). Mótuð var stefnuskrá, þar sem helstu markmið flokksins voru listuð upp og ber þar hæst miklar skattalækkanir, auk ýmissa smáverkefna s.s. að leggja niður störf Alþingis í beinu framhaldi af afnámi lýðræðis í landinu. Einræðisherrann og helstu ráðgafar hittast reglulega og ræða störf flokksins (yfirleitt á föstudagskvöldum) og verið er að leggja grunninn að stórsigri í kosningum 2007, ætla má að þeirri vinnu ljúki undir lok árs 2005. Það sem hugsanlega er þó mesta gleðiefni flokksins er sá vaxandi stuðningur sem landsmenn hafa sýnt á árinu, líkja mætti þessari aukningu við syndaflóðið og hafa menn jafnvel talað um syndaflóðið síðara (hið fyrsta í íslenskri pólitík og þar með hið síðasta þannig að um merkilegan atburð er að ræða sem enginn ætti að missa af að taka þátt í!). Verðandi einræðisherra endaði síðan árið með því að brjóta á sér vinstri hendina... til að vekja athygli á fötlun örvhendra.
Í tilefni af árs afmæli flokksins er boðið til veislu að heimili áróðursmálaráðherra á föstudagskvöldið næstkomandi, mættir skrást sjálfkrafa í flokkinn til að spara skriffinsku.
Síðasti hluti ljóðabálksins Mekaník hefur litið dagsins ljós og mun verða birtur innan tíðar. Bálkurinn í heild sinni kemur út hér síðar. Hugsanlegt er að DVD útgáfa af honum muni fylgja síðara bindi sögu flokksins.
Að lokum vil ég óska öllum hjartanlega til hamingju með lífið og tilveruna (þeir sem eru ekki sáttir ættu þó að staldra örlítið við og bíða eftir að flokkurinn gefi út bókina "3004 leiðir til að stytta sér aldur", en þar er að finna mikið af nýstárlegum og skemmtilegum hugmyndum auk klassískra gullmola).
Kæru flokksbræður og aðrir velunnarar.
Það er mér sönn ánægja að koma hér á framfæri hinum árlega þrettándapistli Einræðisflokksins. Margt hefur drifið á daga flokksins frá óformlegri stofnun hans og verður hér á eftir ymprað á þeim atriðum sem eru mér efst í huga, einnig verða gefnar út tilkynningar.
Flokkurinn var í raun óformlega stofnaður í upphafi árs 2003 og því er nú um ársafmæli flokksins að ræða um þessar mundir. Rætt hefur verið um að tímabært sé að verða að skrifa bók um sögu hans og myndi hún verða í tveimur bindum. Ekki hafa þó hafist viðræður við útgefendur að svo stöddu. Verðandi einræðisherra hóf göngu flokksins með því að slíta, snúa og teygja flest það sem hægt er í ökkla í ársbyrjun... vitandi það að fall er fararheill. Vildi hann með þessu sýna stuðningsmönnum sínum hersu langt hann vildi "ganga" til að tryggja þegnum landsins (framtíðar skattgreiðendum) betra líf. Það var ekki að sökum að spyrja að fylgi flokksins margfaldaðist í næstu samdrykkjum í framhaldi af þessu. Ekki leið því á löngu þar til deila þurfti verkefnum til fleiri aðila, skipað var í embætti (enn eru nokkrar stöður lausar fyrir rétta fólkið). Mikilvægast af þeim er án efa embætti áróðursmálaráðherra, en það skipar Sössinn. Slagorð eins og "heiðarlegt arðrán - allra hagur" heyrast nú víðsvegar í samfélaginu, þökk sé ötulu starfi hans (í prentsmiðju Odda). Mótuð var stefnuskrá, þar sem helstu markmið flokksins voru listuð upp og ber þar hæst miklar skattalækkanir, auk ýmissa smáverkefna s.s. að leggja niður störf Alþingis í beinu framhaldi af afnámi lýðræðis í landinu. Einræðisherrann og helstu ráðgafar hittast reglulega og ræða störf flokksins (yfirleitt á föstudagskvöldum) og verið er að leggja grunninn að stórsigri í kosningum 2007, ætla má að þeirri vinnu ljúki undir lok árs 2005. Það sem hugsanlega er þó mesta gleðiefni flokksins er sá vaxandi stuðningur sem landsmenn hafa sýnt á árinu, líkja mætti þessari aukningu við syndaflóðið og hafa menn jafnvel talað um syndaflóðið síðara (hið fyrsta í íslenskri pólitík og þar með hið síðasta þannig að um merkilegan atburð er að ræða sem enginn ætti að missa af að taka þátt í!). Verðandi einræðisherra endaði síðan árið með því að brjóta á sér vinstri hendina... til að vekja athygli á fötlun örvhendra.
Í tilefni af árs afmæli flokksins er boðið til veislu að heimili áróðursmálaráðherra á föstudagskvöldið næstkomandi, mættir skrást sjálfkrafa í flokkinn til að spara skriffinsku.
Síðasti hluti ljóðabálksins Mekaník hefur litið dagsins ljós og mun verða birtur innan tíðar. Bálkurinn í heild sinni kemur út hér síðar. Hugsanlegt er að DVD útgáfa af honum muni fylgja síðara bindi sögu flokksins.
Að lokum vil ég óska öllum hjartanlega til hamingju með lífið og tilveruna (þeir sem eru ekki sáttir ættu þó að staldra örlítið við og bíða eftir að flokkurinn gefi út bókina "3004 leiðir til að stytta sér aldur", en þar er að finna mikið af nýstárlegum og skemmtilegum hugmyndum auk klassískra gullmola).
Hananú!
Einræðisflokkur Íslands kunngjörir:
Síðar í dag mun árlegur þrettándapistill einræðisflokks Íslands birtast hér á síðunni í fullri lengd fyrsta árið í röð.
Einræðisflokkur Íslands kunngjörir:
Síðar í dag mun árlegur þrettándapistill einræðisflokks Íslands birtast hér á síðunni í fullri lengd fyrsta árið í röð.
mánudagur, janúar 05, 2004
Sössi segir
Opinberun Hannesar er sull og öllum til skammar, hvort sem þeir komu nálgt gerð myndarinnar eða ekki. Plottið er lélegt, leikurinn eins og í öllum klámmyndum sem ég hef séð o.s.frv. Eitt hefur myndin samt sér til ágætis. Hún er gott dæmi um þá hnignun og lágkúru sem einkennir listir hverskonar í lýðræðissamfélögum.
Höfum þetta í huga í næstu Alþingiskosningum.
Opinberun Hannesar er sull og öllum til skammar, hvort sem þeir komu nálgt gerð myndarinnar eða ekki. Plottið er lélegt, leikurinn eins og í öllum klámmyndum sem ég hef séð o.s.frv. Eitt hefur myndin samt sér til ágætis. Hún er gott dæmi um þá hnignun og lágkúru sem einkennir listir hverskonar í lýðræðissamfélögum.
Höfum þetta í huga í næstu Alþingiskosningum.
sunnudagur, janúar 04, 2004
Sössi segir
Alþýðan hefur rétt fyrir sér, ég er ekki að standa mig.
Hinsvegar hef ég þá agnarlitlu afsökun að ég er ennþá svolítið lélegur eftir gamlárskvöld.
Ég varð ölvaður, drukkinn og datt aðeins of hressilega í það. Meira að segja svo illa, að á nýársdag ældi ég úr mér sálinni.
Hinsvegar kom þarna í ljós að ég hef alls ekki neina leynda tónlistarhæfileika og við grófum djúpt með allskyns hljóðfærum. Þannig að á endanum lá ég bara á gólfinu, drakk og söng bábá.
Alþýðan hefur rétt fyrir sér, ég er ekki að standa mig.
Hinsvegar hef ég þá agnarlitlu afsökun að ég er ennþá svolítið lélegur eftir gamlárskvöld.
Ég varð ölvaður, drukkinn og datt aðeins of hressilega í það. Meira að segja svo illa, að á nýársdag ældi ég úr mér sálinni.
Hinsvegar kom þarna í ljós að ég hef alls ekki neina leynda tónlistarhæfileika og við grófum djúpt með allskyns hljóðfærum. Þannig að á endanum lá ég bara á gólfinu, drakk og söng bábá.