mánudagur, mars 31, 2003

Hananú!

Það er alveg verið að hamast í bossanum á manni með þessa síðu. Ég er víst að lúta í gras hér eins og í golfinu! Annars bind ég miklar vonir við að auknar tekjur í sumar geti komið mér nær meistaraflokknum sem Tommi og Sössi eru í núna. Allavega ætla ég að byrja á því að fá mér handklæði og sjá hvernig gengur eftir það. Svo langar mig líka í þrist. Annars var drykkjan hjá Tómasi fín á laugardaginn, nóg af víni og svoleiðis. Gott fyrir hann samt að við komum því að annars hefði hann verið þarna einn! Annars er ég að hamast við að reyna að læra þegar ég er ekki að vinna þannig að socially þá er ég að leggjast í kör. Reyni samt að gera eitthvað gáfulegt við og við. Mæli síðan eindregið með því að menn fari að kíkja á Baggalút, þeir hafa verið að koma sterkir inn.

sunnudagur, mars 30, 2003

Fuck Scotland

Úff, Tommi var að koma úr bolta sem hann hefði nú betur átt að sleppa. Aumingja Tommi litli þurfti að taka aðra hverja skiptingu til að lifa þetta af. Svo var hann alveg búinn á því þegar um 10 mín voru eftir. Hann hefði nú frekar átt að vera heima og láta sér batna. Jæja, það þýðir nú ekki að vera að væla yfir þessu. Það er vonandi að Litlinn verði búinn að jafna sig fyrir næsta tíma.

Þangað til næst....
Down with Scotland

Bömmer, bömmer bömmer uuuurrrrr, ekki nóg með það að maður komist ekki í bolta þá var ég líka að komast að því að þessi blessaði Viggo Mortensen sem nú gistir á Hótel Holti reyndist vera 68 ára gamall Svíadjöfull sem kom ekkert við sögu í LOTR. Þar af leiðandi, engin eiginhandaráritun fyrir Tomma litla. Helvítis vesen.

Skítt með þetta allt saman. Ég mæti bara í þennan helvítis bolta. Uuurrrrrg, en ég lofa engum árangri þar sem að Tomminn er ennþá töluvert slappur.

Sjáum hvernig þetta fer

Þangað til næst.....
It's shite being Scottish

Híhíhí, ég var að lesa það áðan að Rivaldo sjálfur sé að biðla til Gerard's Houlliers um að kaupa sig til Lifrapolls. Maðurinn er náttúrulega algjör snilli og myndi sóma sér vel í hvaða liði sem er og yrði Lifrapolli líklega mikill styrkur. En nei, Húlli gamli er nú ekki á þeim buxunum að fara að fjárfesta í einhverju gáfulegu. Kallinn ætlar frekar að halda í peningana og halda áfram að fjárfesta í miðlungsleikmönnum eins og undanfarin ár. Já, hann hefur ennþá tröllatrú á því sem hann er að gera kallinn og er ekkert á þeim buxunum að fara að gefast upp. Hehehe, þetta er alveg týpískt fyrir þessa karluglu sem ja, virðist bara genginn af göflunum. Ég hugsa að þessi comment hjá honum falli nú varla vel í kramið hjá titilshungruðum Lifrapolls aðdáendum. Ég meina, ég væri vel til í að sjá Sörinn taka upp veskið og blæða út svona eins og 10 millum fyrir þennan snilling, þótt hann sé orðinn 30 ára eða eldri. Það væri fín fjárfesting fyrir næstu 2-3 árin eða svo.
Svona er þetta bara hjá honum. Smicer, Camara, Xavier, Litmanen, Meier, Traore, Cherou, Biscan og svo mætti lengi telja, Það ætti kannski að ráða bara annan mann til að gaufa í leikmannamarkaðnum fyrir Lifrapollinn. Kallinn er nú vanur að koma með einhver snilldarkaup eða sölur endalaust. Aaah, ekki má nú gleyma E. Heskey sem er líklega markahæsti vinstri bakvörður í boltanum í dag. Strákgreyið fékk reyndar að mér finnst óréttmæta gagnrýni rétt fyrir leikinn við Lyktenstæn, þar sem að hann er tölfræðilega Lélegasti framherji í sögu Enska Landsliðsins sem hefur spilað yfir 30 leiki. 4 mörk í 30+ leikjum er kannski lélegt en strákgreyið gerir nú meira en að bara skora. Þau eru nú ófá mörkin sem hann hefur lagt upp fyrir litla hommapotarann hjá Lifrapolli og Enska Landsliðinu.

Jæja nóg um það. Ég er alltaf að verða meira og meira viss um að það sé góð hugmynd að fara í bolta í kvöld. Við sjáum til.

Að lokum vil ég minnast á að Billy Connolly er fokking BRILLIANT.

Þangað til næst....
I'm not gay or anything but you have a beutiful ass

Aaaah, yndislegur dagur runninn upp, kallinn er ennþá veikur. Drykkja í gær, fór ekki í bæinn sem er að meðatali gáfulegt sökum slæmrar heilsu. Ísland tapaði, blendnar tilfinningar þar sem að þetta var eini leikurinn sem var réttur í lengjunni hjá mér. Sem betur fer þá hafði Tomminn vit á að tippa líka eingöngu á þennan leik og græddi þar með 2.475kr. Ágætis búbót þar. En samt svekkjandi að tapa þessum leik þar sem að Íslingar áttu alveg ágætis leik. Ég vil nú ekki vera svo grófur að kenna Atla karlanganum um þetta. Frekar dómaranum, uuuh og línuvörðunum hehehe, já og aðstoðardómaranum, og while were at it þá bara líka áhorfendunum sem voru ekki duglegir að syngja Öxar við ána og Simbi sjómaður. Þetta gengur bara betur næst.

Mjög líklega enginn bolti í kvöld. Kallinn er nú samt að gæla við þá hugmynd að mæta en líklega yrðu það mistök. Maður er mjög svo andstuttur og líklegast yrði þolið ekki mikið miðað við að marr er búinn að vera veikur í 10 daga eða eitthvað. Maður verðu þá bara í marki eða eitthvað. Nei andskotinn það væru mistök að mæta. Fjandinn hafi það hvað mig langar samt en mistök engu að síður. Læt það ráðast þegar nær dregur.

Mækel Bjakkson er einstaklega karlmannlegur að vexti og gæti hoppað hæð sína í fullum herklæðum NOT, Þessi wannabe hvít kelling er einstaklega hommalegt viðundur. Stuttur toppur og sítt að aftan þótti kúl á þessum tíma og athugaðu það að ég segi "ÞESSUM TÍMA". Ég get lofað þér því Sigursteinn Hrólfsson að Iron Maiden er EKKI með stuttan topp og sítt að aftan núna. En goðið þitt er nú ennþá jafn hallærislega bjánalegur hehehe. Só jú fökk off.

En nóg um það, ég fer nú að vera búinn að bulla nóg hérna. Ég vil samt minnast á að Billy Connolly er fokking snillingur.

Þangað til næst....
Punkfuckers

Þjálfari íslenska landsaliðsins í knattspyrnu er á sama level og ég, sem er sorglegt... að meðaltali. Fjandinn hafi það ég hefði getað tapað þessum leik og það með sama hóp!

Ég er fullurr.. kannski frekar léttur og í nostalgíufíling, presidents á fóninum... geislanum... eitthvað. Það var yndislegt að vera í MA taka snuff, Iron Maiden og Presidents af fullum krafti auk þess að vanrækja námið ennþá meir. Kannski ég semji leirburð um þennan tíma :-)

Heyrðu Mækel Jakkson er ynndisleg manneskja og ekkert sítt að aftan með beinan topp kjaftæði og fökk Öff!!!

Keep íting þós píches

föstudagur, mars 28, 2003

Be prepared to reap the world

Hóst, það er líklega ágætis byrjun á grein þar sem að það hefur verið í hávegum haft alla vikuna hjá undirrituðum. Gærkveldið já, þið segjið nokkuð, jú það var fínt að sötra nokkur rauðvínsglös og horfa á gamlann konsert með Iron Maiden. En ég vil ekki láta það líðast að maður sem hlustaði á Michael Ullabjakkson(Jackson) sé að úthúða spandex göllunum (sem by the way þóttu mun svalari heldur en svartar of stuttar síðbuxur og hvítir sportsokkar. Það minnir bara á busa sem gengur í buxum sem mamma hans keypti fyrir hann um jólin í hitt í fyrra eða eitthvað álíka. Kannski að Punkfuckerinn hafi gengið svona um á hvammstanga með Elvis í vasadiskóinu sem hann fékk í jólagjöf. hehehe. Smá djók sem á ekki að vera tekið alvarlega. Hóst.

Jæks, landsleikurinn á morgun. Það er vonandi að hr Atli stilli upp sínu liði og geri skotablókunum í minipilsunum smá grikk. Þannig að þeir Íslingar sem verða á Hampden Park geti sungið Öxar við ána og Simbi sjómaður í gríð og erg.

Smá hugleiðing. Hvernig væri að Lifrapolls menn myndu selja Smicer og kaupa Keith Gillespie í staðinn. Smicer gæti farið til Celtic eða Dundee Júnæted og haft 8 millur í vikulaun. Hrmpf prfmfp hóst. Annars sá ég á einhverjum fótbolta vefnum um daginn að Nikulás Rass myndi skipta yfir í Lifrapoll frá Mansteftir Júnæted. Ég verð nú að segja að mér finnst það harla ólíklegt. Rassinn er uppalinn Júnæted plebbi og væntanlega hatar Lifrapoll eins og flestir sannir Júnæted plebbar. Og þess þá heldur að Lifrapolls plebbarni myndu vilja sjá einhvern Júnæted hund í þeirra liði. Þannig að niðurstaðan er sú að þessi frétt fer í hópinn með hinum 98% fréttanna sem eiga við ekkert sannleikskorn að standa.

Púff, aumingja punkfuckerinn að vera að vinna frá kl. 18:00 til 03:00. Fuss og svei, það er ekki gott að tilheyra verkalýðnum á þessum erfiðu tímum.

Hóst, jæja þetta fer að verða gott hjá mér. Að lokum vil ég minnast á að Billy Connolly er fyndnasti maður sem ég hef séð á sviði. Algjör fokking snilli.

Þangað til næst.....
Punkfuckers

Fín drykkja í gær. Það er bara eitthvað svo næs við að drekka rauðvín og skella spólu með spandexbræðrum í tækið. Ekki síst vegna þess hvað maður kemur vel út í samanburðinum.

Hohohohíhího... Bandamenn bara lentir í veseni í Írak. Þjóðin sem þeir eru að reyna að frelsa bara farin að skjóta á þá!
Hohohohíhího... gaman og gott á þá alla saman...hohohíhó.

Röff töff é é my mein mann... yó nastí mista Mellor. Okkur vantar allavega ekki sóknarmenn. Hinsvegar mættum við vel við því að selja Smicer og kaupa knattspyrnumann í staðinn.

Að lokum, ég verð á kvöldvakt 18:00 - 03:00 í næstu viku. Just só jú know.

fimmtudagur, mars 27, 2003

There are seven deadly sins

Djísús marr, djö. er maður handónýtur. Maður er náttúrulega ennþá veikur og í gærkvöldi fór Rúna litla út að borða með vinnunni sinni og ekkert meira með það, svo er Tomma litla farið að lengja eftir spúsunni um eitt leytið og ákveður að senda henni SMS. Kallinn setur 7even í DVD spilarann og ákveður að reyna að sofna yfir henni(Good call) fínasta ræma alveg. Nei svo byrja maðurinn að dotta og þá heyrir hann einhver læti og rumskar aðeins. Þá er Rúna litla að koma með eitthvað fólk í partý. Hvað heldur hún eiginlega að hún sé. Það er bara ég sem má gera svoleiðis. Maður er veikur heima og hún kemur og heldur party. Sveiattan. Hún ætti bara að skammast sín. Tommi litli gat ekki farið að sofa fyrr en um 4. Vaknaði svo tuttugu mínútur yfir þrjú í dag. Ellefu tíma svefn þann daginn. Jæja þetta er alltaf að styttast. Það voru fjórtán tímar nóttina áður. Maður er bara með bullandi hita og hósta og alveg handónýtur. Það ætti bara að henda manni í ruslið.

Fuss og svei. Svo hringir Halli litli og vill detta í það. Viljinn er fyrir hendi en ég held hreinlega að það sé hægt að gera margt gáfulegra í stöðunni. Hallinn var víst að rúlla upp einhverju skákmóti í vinnunni hjá sér. Ég veit ekki hvort það segji meira um Halla eða vinnufélaga hans hehehe. smá djók.

Djöfull er skítt að vera svona veikur. Öll gömul húsmæðra ráð eru vel þegin.

Þangað til næst......
Punkfuckers

Hehe

miðvikudagur, mars 26, 2003

Just call me Deeds, easy with that Longfellow name will ya

Ouch, Enn er marr bara veikur og enginn bolti í kvöld. Þetta er nú ekki eðlilegt ástandið á manni þessa dagana, sitjandi við tölvuna allan liðlangan daginn þess á milli sem að maður hóstar á skjáinn. Ég þurrka ábyggilega svona 10 sinnum af honum á dag. Og ekki er það mitt uppáhalds húsverk en maður verður jú að sjá hvað maður er að brasa.

Svo að helvítis nallarni slógu út Chelsea, djöfullinn sjálfur, og ég sem var farinn að vona að þeir myndu klúðra þessu tímabili algjörlega. Það hefði sko verið gott á þá. Ég sé nú ekki að Sheff. Utd. verði þeim mikil fyrirstaða í undanúrslitunum. Maður verður þá bara að treysta á Heiðar eða Beattie (líklega þann síðarnefnda) í Úrslitaleiknum í Cardiff. Andskotinn sjálfur. Ég verð þunglyndur af þessu öllu saman.

Það er víst búið að hóa í strákapartý heima hjá mér á laugardaginn. Steini Mágur ætlar að kíkja í bæinn og hann var svo góður að tilkynna mér það nú áðan að hann hyggðist kalla til veislu hér. Horfa á einhverja stand up gæja á DVD og drekka bjór. Hljómar ágætlega þar sem hann hefur hingað til ekki verið nískur á bjórinn hann Steini minn.

Við ræðum þetta bara þegar nær dregur. Ykkur 2 plebbunum yrði að sjálfsögðu boðið líka hehehe.

Jæja þá gætum við kannski frumflutt endaþarmsmök við fjölmenni.

Speki dagsins: For crying out loud, EKKI HORFA Á SOLARIS

Ég sá í blaðinu í dag að eitthvað fífl á sýrutrippi gaf henni 3 og hálfa stjörnu. Hún fær allavena hálfa stjörnu hjá mér, og það er bara fyrir hvað það er gott að sofna yfir henni. Ef marr liggur andvaka í rúminu og nennir ekki að telja kindur þá er málið bara að skella Clooney og Sodebergh í tækið og innan skamms er maður kominn yfir í draumaheiminn. Semsagt ULLABJAKK á SOLARIS.

Jæja nenni ekki að bulla meira.

Þangað til næst.....
Hananú!

Langur tími enginn sjór (eða long time no see, eins og það heitir á frummálinu) en nú horfir allt til btri vegar. Ég er kominn með allt í kássu þannig að ég hef eiginlega gefist upp og hef því aftur tíma til að snúa mér að því að gera ekki neitt. Ég fór líka á The Hunted... afþreying sem er ekki 750 kr. virði. Það er samt snilld að búið sé að lækka bíóverðið! Annars langar mig svolítið að halda samdrykkju innan tíðar, helst heima hjá Benna! Mig langar að fá nánari detail um æluna á Rúnu og einnig að fá loksins að heyra upprunaleg endaþarmsmök!

Góða skemmtun.

þriðjudagur, mars 25, 2003

Punkfuckers

JÁ!""#$%&/()=*?!
Þetta líkar mér, loksins fæ ég að heyra hin upphaflegu endaþarmsmök.
Í sambandi við boltann... ég er sammála, hvernig stendur á þessu? Við þurfum annars að bæta við eins og tveimur til þremur mönnum í hópinn núna í ljósi þess að við erum ekki nema ellefu. Við gætum nú haft með okkur hakkysackbolta og spilað hann þegar of fáir mæta til að spila bolta :-)

Mein gott hvað mig er farið að lengja eftir sumrinu

mánudagur, mars 24, 2003

Can I see your Bossomda respect

Svo að punkfuckerinn fór á The Hunted, Það gerði ég líka, því miður. Þar er á ferðinni frekar slæm mynd. Annars setti ég nýtt met í leiðinlegum myndum. Var nebblilega að downlóda Solaris og horfði á hana í gær. GUÐ MINN GÓÐUR. Þvílíkt endemis kjaftæði. Þetta er ábyggilega langdregnasta mynd EVER. Jesús minn, Verstu 100 mínútur lífs míns. Hvað eru mennirni sem gerðu þessa mynd að spá. Það mætti halda að Stanley sjálfur Kubrich hafi gert þetta með Steven Sodebergh. Oj bara, ég verð þunglyndur bara af því að tala um hana.

Hehe highlight helgarinnar var þegar ég gubbaði á Rúnu hehehe.

Sunnudagur = þynnka + veikur í þokkabót. Og er enn með helvítis kvef og hita. Frétti að 5 manns af 14 hafi mætt í boltann. Það þarf eitthvað að fara að athuga með þetta. Þetta gengur ekki svona. Persónulega væri ég til í að halda þessu áfram næsta haust en til að það gerist þarf eitthvað mikið að gerast. Það er ekki eðlilegt að það séu alltaf 5 - 6 manns meiddir. Mæta með legghlífar kannski? hver veit.

Híhíhí, ég náði að downlóda endaþarmsmakar laginu. Snilldar ræma og þarf ég að brenna það á disk fyrir næstu samdrykkju.

Þangað til næst.....
Punkfuckers

Vá maður! Ég horfði á tvær stríðsmyndir um helgina og komst að því að ég er meiri kveif en áður var talið. Hunted eða hvað hún heitir er slæm, ekkert nema blóð. Hvorki gröftur né kynlíf.
Ennfremur minnir framvindan helst á hjartalínurit. Silly!

Annars hef ég áhyggjur af samkeppninni í golfheimum, Halli ætlar að fá sér golfhandklæði í stíl við pokann sinn og Tommi á þegar eitt slíkt! Þetta krefst alklæðnaðs af minni hálfu ef ég á ekki að missa niður forskotið sem skórnir og hanskinn veittu mér. Hinsvegar er ég náttúrulega með teppi en þeir parket þannig að ég næ að bæta púttið allnokkuð. HMMMAHAHAHHAMÚHÚHÚ

Respect my authority PUNK!
Þetta var Lada!!

BÚDAPEST - PERLAN VIÐ DÓNÁ - ótrúlegt tilboð
2 fyrir 1
helgarferð 27 - 30 mars 19.530 kr

Þangað til næst....

miðvikudagur, mars 19, 2003

Fly you fools

Aaahh, fallegur dagur runninn upp á ADSL internetinu mínu. Ef ég held svona áfram verð ég orðinn næpuhvítur í ermalausum bol með pizza sósu á stórri bumbunni innan mánaðar. Jesús minn. Þvílíkur tímaþjófur sem þetta internet er. Þegar maður var með 56k módem þá var maður snöggur inn og lengi að hlaða inn upplýsingum og snöggur út aftur þegar maður var búinn að fá það sem að manni vantaði. En með ADSL þá er maður sítengdur og heldur að maður sé að græða með því að hanga tímunum saman og surfa netið á meðan maður downlódar heilu Gígabætunum af allskyns vitleysu. Nú þegar er ég búinn að ná í nýjasta friendsþáttinn og MrDeeds bíómyndina og heilan helling af lögum. Og maður byrjar að spá í að lífið hafi verið mikið einfaldara á dögum 56k módemsins. Semsagt inn og út. Í staðinn fyrir að fara bara inn og aldrei aftur út. Jæks, þetta er orðið scary.

Hehehe, ég var að lesa um snillingana á Akureyri sem gleymdu að gera ráð fyrir klósettum í Boganum (nýja knattspyrnuhúsinu) og það mega bara vera 25 manns inni í því í einu. Semsagt tvö fótbolta lið einn dómari og tveir línuverðir. Varamennirnirverða bara að bíða úti. hahahahahaha í kuldanum. Hei það er skipting í gangi. Já hann er að hlaupa út í bíl og ná í varamannninn. hehehehehehahahahaha. Þetta er það heimskulegasta sem ég hef heyrt. hehehe.

Já, svo að hann Halli litli er að drukkna í verkefnum. Drukknandi manni er best að lifa, eða eitthvað svoleiðis. Já og ég held að ég sé bara sammála Halla um að 56k tenging sé bara fín tenging.

Þangað til næst.....
Hananú!

Ekki klúðrar maður svona áskorun. Ég er annars alltaf að brasa eitthvað, og ekki neitt. Núna er ég að drukkna í verkefnum í vinnunni og hef ekki haft hjarta í mér til að fara að dunda mér við að skrifa hér. Það er annars engin afsökun! Ég vil einnig meina að allir menn í mínum sporum hefðu látið freistast af þessum frussandi bjór sem var heima hjá Sidda, svo þurfti hann að taka til hvort eð er. Já og 56k er fín tenging!!!

þriðjudagur, mars 18, 2003

There can be only one

Hmmm, ég hef tekið eftir því upp á síðkastið að skrifunum hér inni hefur farið minnkandi undanfarið. Sjálfur hefur marr verið hálf latur og ekki hefur heyrst mikið frá "hananú"aranum. Sá sem heldur uppi heiðrinum hérna er sá sem hafði hvað mest að gera um helgina. Fór til London og alles. Og má lesa hér að neðan að þar hafi hann komist í feitan pakka. Reyndar vorum við Halli að brasa ýmislegt um helgina, eins og að rústa íbúðinni hans Sidda hehehe. Ljóta vitleysan. Það að menn á þesusm aldri skuli sprauta bjór yfir menn sem eru á hinum aldrinum. Fuss og svei.

Það er snilld að vera með ADSL. Sérstaklega ef marr hefur verið með 56k módem allt sitt líf, sem er ansi langt. Búinn að hafa þessa snilld í nokkra klst og strax búinn að downlóda helling af drasli. Reyndar hefði maður ekkert á móti svosem eins og einni háskólatengingu en það verður að bíða betri tíma. Siddi þar hefurðu það, ég öfunda þið sniff.

Það er líklega best að tala ekkert um boltann á sunnudaginn þar sem úrslitin fóru á versta veg fyrir bumburnar. Gæinn, Halli og ég vorum saman í liði og fórum allir frekar fúlir út urrrr.

Fór í sund í gær og uppgvötvaði mér til mikillar skelfingar að ég er búinn að léttast um 2kg. Ef þetta heldur svona áfram verður mér vísað burt af bumbusíðunni. Mér líður eins og gaurnum í bókinni Visnaðu eftir Stephen King. Sjæse.

Jæja, nú skora ég á Hallann að fara að girða sig í brók og setjast við skriftir.

Þangað til næst.....
Somebody stop me

Tíhíhí minns er kominn með ADSL heheheheheheheheheheheheheheheheheheheheheheheheheheheheheheheheheeh

eintóm hamingja

Þangað til næst....

sunnudagur, mars 16, 2003

Punkfuckers
N'ykominn 'a h'otelid, b'uinn ad taka marga taxa en engann svona eins og madur s'er 'i bio. Bara guttar 'an gjaldmaelis sem madur pruttar vid. Verst ad Torir er ekki til i ad prutta. Ergo Tad kostar s'ifellt meira ad flytja okkur somu leid.

Minn gud minn gud hvad tad er gaman ad fara 'a leik.Ok fulham add'aendurnir voru naestum eins og 'ISLENDINGAR, en samt. Tuttugu t'usund manns 'i lj'onagryfju og Fulham eitt-n'ull yfir 'i leikhl'ei, svo tvo-null. Einhvern veginn gerdist tad samt ad add'aendur d'yrlinganna sungu: Two nil and you blew it. 'i leikslok.J'a, helv'itin n'adu ad jafna!

Svo f'orum vid 'a Nepalskan stad. BULL! Svo asnalegur matur ad eg gat ekki drukkid 'afengi 'i klukkut'ima 'a eftir!

Fl'okid Labb og lestarferd leiddi okkur svo 'ut 'i Soho og tad er lj'ost ad tegar madur situr 'i biostolarodum og horfir a lifandi stripp tarf madur ad einbeita ser til ad kunna ad meta perraskapinn. Vissulega baeta naktar kellingar 'astandid til muna en samt!

Endudum 'a sound.Dansadi vid Christinu. Gaman.

Southamton lidid gaeti batnad ef tad keypti Smicer!

laugardagur, mars 15, 2003

Punkfuckers

Tad var fallegt ad sja England ur lofti. allir tettbyliskjarnar virdast stata af knattspyrnuvelli. mer vard hlytt um hjartaraeturnar.

Halli og folk veit ekki hvort eg get hringt i ykkur til ad fanga stemmninguna a vellinum

Eg reyni
Punkfuckers

j'a doing things arn't we.
Var 'i baenum, n'ykominn upp 'a h'otel.

Tetta er skr'itin st'orborg, allt fullt af skuggaverum lj'otu hv'itu f'olki og svo loka skemmtistadirnir klukkan 3!
t.e. allir nema einhver hasstadur sem okkur t'okst ekki ad finna.
Stadurinn til ad heimsaekja er zounds 'a leicester square mikid gaman, gott.

O.K. kannski er 'eg mjog fullur einmitt nuna en hei roff toff.

miðvikudagur, mars 12, 2003

Punkfuckers

Lífið er yndislegt.

Ég er að fara til London liggaliggalá :-) ! Leikurinn sem farið verður á er víst Fulham-Southampton eða eitthvað. Hei who cares bara gaman.

Annars var ég á kaffi París með Ægi í gær. Á næsta borði við okkur sat svo feitur maður að hann minnti helst á hrúgu af skít. Hann hreyfði sig ekki heldur hélt um kaffibollann sinn og horfði þungbúinn í óræða átt. Einum kakóbolla eftir að við mætum á svæðið kemur svo maðurinn sem týndi skóginum sínum, röltandi yfir Austurvöll. Þetta var þéttholda maður, nokkuð við aldur og gráhærður. Hann var íklæddur grænum stígvélum, grænum jakka og buxum og með grænan hatt. Auk þess reykti hann pípu og hafði undir vinstri handarkrika u.þ.b. 160 cm langan lurk.

Trúið þið mér núna að lífið sé yndilegt.

P.s. Sendum Smicer í óbyggðaferð til Íslands. Kannski týnist hann.

mánudagur, mars 10, 2003

Hananú!

Það er nú heldur ólíkt komið með okkur félögunum. Ég vaknaði alltaf svona voðalega hress og kátur um helgina og brasaði fullt af stöffi. Lærði meira að segja svolítið. Hef annars lítið að segja annað í bili. Vonast til að hafa eitthvað skemmtilegra að segja fljótlega.

sunnudagur, mars 09, 2003

Fuck me in the goat ass

Shit shit shit. Ég er vægast sagt HANDÓNÝTUR í dag. Fór aftur á skrall og aftur stakk Raggi upp á því að fá sér öllara eftir vinnu og aftur fannst mér það snilldar hugmynd. Ég og Raggi fórum heim til mín og drukkum vodka. Síðan kom Egill Daði með nokkra vini sína og þeir buðu einhverjum litlum smápíkum í partíið og á tímabili leist mér ekkert á blikuna. Heljar partý og nágranninn graut fúll. Skítt með það. Fórum niður í bæ. Ég og Raggi og Sigrún Rósa sem er að vinna með okkur. Mjög fínt. Fórum á Viktor og Nasa. Tommi litli keypti ekkert á barnum og stóð sig eins og hetja. Það má svo geta þess að Tomminn tórði langt frameftir í þetta skiptið.

En dagurinn í dag. Shit shit shit. Ég byrjaði á að vakna kl. 8 í morgun til að losa mig við gall. Út um efra opið. Mjög óþægilegt. Og svo aftur kl 10. Semsagt ælandi galli í allan morgun. Og ekki hefur nú heilsan lagast mikið þegar þetta er skrifað. Engin matarlyst en er samt svangur. Engin æla en er samt flökurt. Ekkert vit en er samt gáfaður(held ég) osfr. Semsagt frekar skítt.

Jæja, ég ætla að halda áfram að vera þunnur í vinnunni.

Þangað til næst.....

laugardagur, mars 08, 2003

Show me the money

Shit hvað maður er slappur í dag. Fór á skrall í gær, reyndar óvænt. Raggi sem vinnur með mér kom með þá snilldar hugmynd (fannst mér á þeim tímapunkti) að fá sér öllara eftir vinnu sem og við gerðum. Úff, eftir einn öllara var ekki aftur snúið. Hver öllarinn rak annan og innan skamms var maður orðinn rammhálfur. Þegar ræstingakellingin rak okkur út upp úr tíu var farið heim til Halla og haldið áfram við fyrri iðju. Reyndar voru þessir nerðir að spila rólpley í gúddí fíling og þurfti ég að fylgjast með þessari sorglegu athöfn í c.a. hálftíma. Verstu þrjátíu mínútur lífs míns. (ekki illa meint drengir). Þegar því lauk vorum við Halli einir eftir (reyndar var Júlli sofandi í sófanum) og sátum við að sumbli eitthvað frameftir. Síðan var farið í bæinn og Tomminn tórði til sex í þetta skiptið. Ótrúlegur árangur.

Bæjarferðin var nú ósköp týpísk, rölt á einhverja staði og endað á Nonna. Visa kortið var notað og þarf undirritaður að skila því til yfirvaldsins mjög fljótlega.

Jæja nenni ekki að bulla meira.

Þangað til næst.....

föstudagur, mars 07, 2003

You won't live to see it mr Bond

Hvaða helvítis væl er þetta??? Fuss og svei

Þangað til næst......

miðvikudagur, mars 05, 2003

Punkfuckers

Tommi minn
Ég biðst afsökunar á orðum mínum. Þau voru ómakleg og óafskanleg. Ef ljóðið hefur misskilist vek ég sérstaka athygli á að það tengdist þér á engan hátt.
Svo ég skýri aðeins hvað gerðist með síðasta pistil, var ég í slæmu skapi þegar ég ætlaði að fara að blogga síðast og það fyrsta sem ég las var pistill frá Tomma Töff að kalla mig aumingja. Ég snappaði.
Þetta breytir því ekki að hegðun mín var óafsakanleg og ég biðst innilega afsökunar.

Tommi, ekki hætta að leika memm.

Sigursteinn Hrólfsson
Hananú!

Tómas minn! Við skulum nú ekkert vera að æsa okkur yfir svona vitleysu. Ég get auðvitað ekki svarað fyrir aðra en ég var nú allavega bara að hafa gaman af þessu. Það er ekki eins og maður hafi verið að meina hlutina eitthvað illa, þú ættir nú að þekkja mig betur en þetta.

Fyrir utan það þá fór ég í körfu í gær til að hita upp fyrir sunnudagsboltann, sem ég stefni á að mæta í núna næst. Ég suckaði big time eins og maðurinn hefði orðað það, en fékk þó allavega að prófa að hlaupa og gat það pínu þannig að ég kem óhræddur til leiks. Annars virðist það vera yfirlýst stefna kennara í háskóla Íslands að leggja alltaf fyrir verkefni allir á sama tíma... hvaern fjandann á það að þýða? Geta menn ekki talað saman? Andskotans rugl!

Allavega... Tommi ekki yfirgefa mig!

Komdu í bað og við skulum ræða málin eins og sannir karlmenn!

þriðjudagur, mars 04, 2003

Við prófuðum hann á Hödda feita

Hvað í /%%# ertu að bulla??? Ertu að meina þegar þú varst búinn að segjast mæta í bolta og mættir svo EKKI?

Ef að Tomminn á að hoppa hvert sem hann vill þá hoppar hann út af þessari skítabloggsíðu og lætur ALDREI sjá sig hérna aftur. Það er allt í lagi að sýna lágmarks kurteisi þarna helvítis Hvammstanga hillbillyinn þinn. Ég var allavena nógu mikill maður til að óska ykkur ræflunum til hamingju og ég sé nú þegar eftir því

Það verður ekkert næst.....
Hananú!

Það er alltaf sama sagan... "First they give it to you... and then they take it away!"

Þú veist hvað ég meina Tómas! Ég er ekki sáttur.
Hananú!

Það fljúga fantarnir hér hjá okkur eins og venjulega, og fast er skotið, þó fyrir ofan belti enn sem komið er. Að gerast það er allt og ekkert að gerast, ég vil bara ekki íþyngja heiminum með mínum málum... djók! Ég er byrjaður að læra, það eru sennilega stærstu fréttir vikunnar. Þetta var erfitt en ég hafði það af og vitiði hvað, það er bara ekki svo slæmt. Sennilega þarf fólk bara að passa sig á því að láta líða nógu langt á milli lærdómstarna. Annars gengur allt saman ósköp ágætlega og lítið um málefni dagsins að segja.

Davíð Oddson er þó ansi harður, ég meina Sigursteinn verðlagði sjálfan sig á ca. 3.000 kall og ég gat nokkuð tekið undir það með honum... og er hann samt voðalega fínn gaur. Svo kemur Davíð og afþakkar 300.000.000! Hvað heldur hann eiginlega að hann sé? Ég held að hann skilji ekki lögmálið um framboð og eftirspurn jafn vel og Sigursteinn! Niðurstaðan er allavega sú að það er allt til sölu fyrir rétt verð, líka ég. Pantanir má leggja inn á hyp@mi.is!
Punkfuckers

Það sem mestu máli skiptir að óvinurinn náði ekki í dolluna og í ljósi þess að TOMMINN er í minnihluta á þessari síðu getur TOMMINN greinilega hoppað hvert sem hann vill!

Það er augljóst að gott form er nauðsynlegt öllum þeim sem stunda drykkju og knattspyrnu um helgar. Þar af leiðandi hyggst ég fara allavega þrisvar í viku í bað.

Að lokum...

-Eitt sjálfhverft atómljóð-

Ég hata flest það sem ég fyrirlít
ekki
og sakna ógnarheitt þess sem er
hvergi.

En nóg um mig.

Ég skipti nefnilega mestu máli
og ég treysti aðeins
mekaník úr stáli.
What we do in life, echos in eternity

Hvað er að gerast hérna aumingjarnir ykkar. Á ekkert að gerast hér. Það sem við gerum í lífínu bergmálar allavena ekki á þessari bloggsíðu. Rífa sig upp þarna ræflarnir ykkar. Tomminn er ekki sáttur við ykkur.

þangað til næst......

sunnudagur, mars 02, 2003

Hasta la vista, baby

Úff, erfið helgi er á enda runnin og það með versta móti. Hún byrjaði svona.. á rólegu nótunum. Ég og konan fórum í bíó á föstudagskvöldið á kvikmyndina The Ring sem er einhver spúkí spúkí mynd. Hún var nú alveg ágæt og ekki alveg eins scary og maður var búinn að heyra. Svo rann laugardagurinn upp fagur og blár og kallinn byrjaði á að skella sér í klippingu kl 10:30 og rölti svo á Sportkaffi til að glápa á Newcastle taka á móti Chelsea. Þetta reyndist hinn ágætasti leikur og endaði með sigri Nefcastle manna 2-1 þar sem hinn mikli markaskorari Jimmy Flaut Hass er bank náði að skora fínt skallamark. Svo þurfti maður að fara að græja sig í brúðkaup og veisluhöld. Það má geta þess að brúðkaupsveisla þessi var algjörlega áfengislaus. Svo kl 22:00 var ákveðið að skella sér í staffapartý hjá BT. Þar flaut allt í áfengi og kallinn var ekki lengi að komast í gírinn. Upp úr miðnætti lá leiðin úr staffapartýinu á hinn mikla pöbb Ölver. Það er náttúrulega ekki frásögum færandi að kallinn var orðinn vel við skál og þurfti náttúrulega að taka lagið í karókí fyrir gesti og gangandi. Varð hið feiki vinsæla Hit me one more time með Britney Spears fyrir valinu og tilþrifin voru svo mikil að heyrðist fólk rymja og stynja af einskærri undrun og gleði. Kallinn tórði til 04:30 í þetta skiptið. Allt að gerast.

Sunnudagur: Úff. Vaknaði með timburmenn, fór á lappir og með mikilli tilhlökkun hélt ég af stað til Gaua félaga míns til að sjá úrslitaleikinn í Worthless bikarnum. Það er ekki frá miklu að segja í sjálfu sér. Rút var Nístillroj fékk nokkur dauðafæri en ákvað alltaf að skjóta beint í Dúddekk sem að mínu mati var maður leiksins. Stífen Gerrðarrd skaut svo þrumuskoti í Blekkham og yfir Fartfés (sem reyndar átti líka góðan leik í markinu) og staðan var orðin 1-0. Mansteftir Júnæted fór þá að pressa meira en sterk görn Lifrapollsmanna hélt öllu. Hinn andlitsfríði Stífen Henkhaus bjargaði á marklínu og slapp við að skora sjálfsmark. Sem er mjög dularfullt. Svo fengu Lifrapollarnir skyndisókn á 86 mínútu og mannbúturinn Mikhjáll Ófen geystist fram og skoraði. Þannig að eina sem maður getur sagt í þessu svekkelsi sínu er:

TIL HAMINGJU PÚLLARAR

Þangað til næst......